Hjálpræðisherinn

Ég gekk fram hjá glugga hjálpræðishersinns í gær og sá þessa líka fallegu fallegu kápu. Eins og þið vitið þá er ég alveg sjúk í kápur og jakka og finnst ekkert skemmtilegra en að máta.

Svo ég tríttla mér inn, máta kápuna og hún smellpassar, en ekki hvað? Um leið og ég var að fara borga fyrir hana þá kemur konan með fullan poka af skóm nr. 35 einmitt númerið mitt, allir fallegir, og allir svotil ónotaðir, uhh gaman í díönulandi í þá. Svo ég kippti með 2x pörum alveg alsæl þar sem ég á erfitt að finna á mig skó og þarf alltaf að fóðra þá á alla kannta til þess að ég gangi ekki upp úr þeim.

Ég var svo ánægð þegar ég húrraði mér þaðan út og alveg þangað til ég hitti kærastann minn sem sagði mér að ég hefði "beisiklý" stolið fötum af fátæklingunum og rónunum og að ég vel launuð manneskjan ætti að skammast mín fyrir að versla í fátækrar búð.

 Er einhver sammála þessari skoðun hans?

Ég segi allavega lengi lifi hjálpræðisherinn og hvet alla sem eiga skó nr. 35 og 36 heima hjá sér alveg ónotaða og einsama að fara með þá þangað svo ég geti valið handa mér skópar næstu viku.

 


Tekin á 50

Hverjum nema mér tekst að vera tekin fyrir ofhraðan akstur á 51 km hraða með fullan bíl af gamlingjum?

Satt að segja þá vissi ég ekki að ég væri á 30 svæði, svolítið skrítið hvernig þetta breytist lítur út fyrir að vera aðalvegur, en samkvæmt lögreglunni þá er hann það greinilega ekki.. uppss my bad.

 Ég var á leið með ömmu mína, níræða píuna, í krabbameinsskoðun og "börnin" hennar tvö 60 og 65 ára. Gamlingjarnir í bílnum hrukku við þegar lögreglan keyrir á eftir mér með blikkandi ljósin og sírenurnar á full. Ég get alveg ímyndað mér að þau hafi hugsað sitthvað misjafnt um mig. En eftir að ég kom aftur inn í bílinn minn eftir að hafa stafað ofan í lögregluna allar mínar persónulegust upplýsingar, voru þau svo hneiksluð á því að ég skuli hafa verið stoppuð fyrir ofhraðan akstur þegar bíllinn rétt silaðist áfram.

 

 


Menning + Ómenning = bankadagurinn mikli

Ég fór niður í bæ á "menningarnótt/degi" og átti alveg frábæra stund með fósturdóttur minni henni Karólínu. Við löbbuðum niður laugarveginn og hlustuðum á tónlistaratriði héðan og þaðan, mjög gaman, jafnvel þó tónlistin væri ekki alltaf okkar uppáhalds, þá vorum við sammála um það hve gaman er að heyra og sjá mismunandi hluti.

Þegar við vorum komnar lengra niður í bæ, nánartiltekið að landbankanum þá var mín heldur betur glöð, töfrakarl stóð fyrir utan sem dróg peninga úr eyrum barnanna, verið var að gefa ís, blöðrur sem voru bundnar eins og dýr og svo andlitsmáling. Við vorum ekkert smá ánægðar og eftir um klst stopp hjá Landsbankanum ætluðum við að rölta að Ingólfstorgi og horfa á dansatriðin sem voru þar í gangi. En urðum fyrir annarri skemmtilegri truflun því Jónsi í Svörtum fötum var að sýngja fyrir utan KB-Banka. En þar var verið að gefa blöðrur, sleikjóa, kaffi og sitthvað fleira.

Eftir skemmtilegt stopp í miðbænum var ferðinni heitið  að Háskólasvæðinu þar sem Latarbæjar skemmtiatriðin voru í fullum gangi í boði Glitnis.

Eftir að því lauk komum við okkur makindalega fyrir á Miklatúni og hlustuðum á tóna í boði Landsbankans.

Mikið rosalega er gaman að búa í landi þar sem bankarnir ná að skemmta landanum jafn vel og hér. Samkeppni um fjármuni okkar er svo gríðaleg að við fáum færustu skemmtikrafta landsins á silfurfati.

Við karólína fórum saddar og sælar heim eftir daginn uppfullar af menningu...!!


Komin úr formi eða bilaður rennilás?

Jæja þá eru útsölurnar að renna sitt síðasta og búðirnar geta aftur farið að 5falda álagningurna á vörunum. Ég auralausi, íbúðarlausi neminn ákvað að notfæra mér síðasta séns til þess að eignast einhverjar spjarir utan á kroppinn fyrir veturinn.

Ég ákvað því að tölta á Laugarveginn með vinkonu minni og fann geggjað flott pils í vel falinni búð á 1.000-kr. og ákvað að smeigja mér í það. Þessi ferð í búningsklefan átti eftir að vera mér örlagarík, þar sem ég fór að efast um sjálfan mig og minn líkamsvöxt þar sem ég festist í pilsinu.

Í fyrstu hélt ég að það væru hinir nýtilkomnu hliðarvinir mínir sem hefðu ollið því að ég komst ekki almennilega í pilsið. En eftir að hafa sogað inn magann á mér og snúið mér á alla kannta og ekkert virkaði ákvað ég að kalla á vinkonu mína og sjá hvort henni tækist á smeigja pilsinu á dömuna.

En allt kom fyrir ekki.

 Á endanum var afgreiðslukonan líka kominn inn til þess að rétta hjálparhönd, sem er ekki alveg það sem ég hefði hest á kosið, þar sem ég var í alvöru föst í pilsinu, með hliðarvini mína hangandi sitthvoru megin og órakaðar lappir, konur þið skiljið hvernig mér leið.

 Að lokum gafst ég upp og ýtti öllum hjálparhönum mínum út úr mátunarklefanum, dróg inn magann og beigði mig fram og til baka þar til pilsið loksins gaf sig og rann niður fyrir mjaðmirnar.

Ég kom svo sveitt með úfið hárið og rauð í framar út úr mátunarklefanum eftir átökin, með röð af fólki bíðandi eftir að komast að. Svona til þess að létta á vandræðaganginum í sjálfum mér þá skelli ég pilsinu á borðið og sagði hátt og snjalt "jæja lítur ekki út fyrir að ég kaupi þetta pils í bráð". Allra augu beindust að mér, þegar eigandinn lítur á mig og segir, " já þetta pils" það er bilaður rennilásinn á því.

 


Aumur er auralaus námsmaður

Já það er ekki hægt að segja en manni líði eins og svolitlum aumingja þegar maður hættir þessu menntaþvaðri og ákveður að gerast ábyrgur "fullorðin" einstaklingur. Ég er núna búin að vera í skóla í samtals 19 ár, samt ekki nema 26 ár.  10 ár í grunnskóla, 3 ár í menntaskóla, 1 ár í High school og 5 ár í Háskóla.

En það er bara svo skrítið hvers samfélagið ætlast til af okkur námsmönnum, um leið og við erum búin með nám, þá eru allir hneikslaðir á því að maður sé enn að leigja og geri ekkert skynsamlegt fyrir peningana.

Ég hef ákveðið að láta undan þessari pressu og demba mér út í fasteignakaup í boði bankanna!!

Ég kíkti því til bankamanns í vikunni og leifði honum að skoða hvort ég væri "pappír" í að fá lán.  Ég er nú ekki frá því að mér hafi fundist ég svolítið berskjölduð og jafnvel spéhrædd þegar ég gaf honum leyfi á að skoða minn bankaferil og kíkja inn í minn fjármálaheim.  Ekki af því ég hef eitthvað að fela, heldur meira vegna þess að ég skammaðist mín fyrir það hvað ég er búin að vera dugleg að eyða og mér fannst þessi pabbalegi karl myndi taka mig á svona "unga dama" tal!!

 Hvar eru sparireikningarnir?

Hlutabréfin eða sparibréfin frá fermingu?

Auðvita gerði hann það ekki og ég veit þetta var allt saman bara mín eigin samviska sem talaði til mín og fannst erfitt að horfast í augu við það að þurfa að leigja áfram.


Einmanna vinnualki sem á sér ekkert félagslíf!!

Þú átt þér ekki nógu mikið félagslíf, sagði vínkona mín við mig í fyrradag! Ég auðvita strax, jú jú ég á mér fullt af félagslegu lífi, ekki alveg tilbúin að fá sannleikan beint í æð.

En svo fór ég aðeins að hugsa um þetta, það er alveg rétt hjá henni að ég eigi mér ekki nóg félagslíf þetta sumarið, ég hef unnið síðustu fjögur sumur frá klukkan 7-01 alla daga vikunnar, og þá meiga vinirnir teljast heppnir að fá nokkra mínútna samtal af og til. En núna er ég allt í einu kominn í það sem kallast "dagvinna" vinna frá 8-17 og svo bara í fríi þar til klukkan verður aftur 8 daginn eftir. Þetta eru 8 tímum fleiri frítímar á dag, en ég er vön!!

Sú hugsun læddist þá að mér að ég ætti kannski við vandamál að stríða, kannski er ég það sem er kallað vinnualki og er þessvegna að fara yfir um að of miklum frítíma.

En þá er bara tvennt í stöðunni, annaðhvort að fá sér aukavinnu og hætta að kvarta, eða taka upp á einhverju krefjandi hobbýi, einhverjar uppástungur?

 


Hugmyndaflug.. ímyndunarafl!!

Ég vil byrja á að biðja alla afsökunar á því að hafa ekki bloggað síðan.. ég veit ekki hvenær, ég einfaldlega fékk nóg.. en það er allt að koma aftur.. og héðan af munu allir mínir pistlar fá nýtt líf!!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband