Einmanna vinnualki sem á sér ekkert félagslíf!!

Þú átt þér ekki nógu mikið félagslíf, sagði vínkona mín við mig í fyrradag! Ég auðvita strax, jú jú ég á mér fullt af félagslegu lífi, ekki alveg tilbúin að fá sannleikan beint í æð.

En svo fór ég aðeins að hugsa um þetta, það er alveg rétt hjá henni að ég eigi mér ekki nóg félagslíf þetta sumarið, ég hef unnið síðustu fjögur sumur frá klukkan 7-01 alla daga vikunnar, og þá meiga vinirnir teljast heppnir að fá nokkra mínútna samtal af og til. En núna er ég allt í einu kominn í það sem kallast "dagvinna" vinna frá 8-17 og svo bara í fríi þar til klukkan verður aftur 8 daginn eftir. Þetta eru 8 tímum fleiri frítímar á dag, en ég er vön!!

Sú hugsun læddist þá að mér að ég ætti kannski við vandamál að stríða, kannski er ég það sem er kallað vinnualki og er þessvegna að fara yfir um að of miklum frítíma.

En þá er bara tvennt í stöðunni, annaðhvort að fá sér aukavinnu og hætta að kvarta, eða taka upp á einhverju krefjandi hobbýi, einhverjar uppástungur?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband