Aumur er auralaus námsmaður

Já það er ekki hægt að segja en manni líði eins og svolitlum aumingja þegar maður hættir þessu menntaþvaðri og ákveður að gerast ábyrgur "fullorðin" einstaklingur. Ég er núna búin að vera í skóla í samtals 19 ár, samt ekki nema 26 ár.  10 ár í grunnskóla, 3 ár í menntaskóla, 1 ár í High school og 5 ár í Háskóla.

En það er bara svo skrítið hvers samfélagið ætlast til af okkur námsmönnum, um leið og við erum búin með nám, þá eru allir hneikslaðir á því að maður sé enn að leigja og geri ekkert skynsamlegt fyrir peningana.

Ég hef ákveðið að láta undan þessari pressu og demba mér út í fasteignakaup í boði bankanna!!

Ég kíkti því til bankamanns í vikunni og leifði honum að skoða hvort ég væri "pappír" í að fá lán.  Ég er nú ekki frá því að mér hafi fundist ég svolítið berskjölduð og jafnvel spéhrædd þegar ég gaf honum leyfi á að skoða minn bankaferil og kíkja inn í minn fjármálaheim.  Ekki af því ég hef eitthvað að fela, heldur meira vegna þess að ég skammaðist mín fyrir það hvað ég er búin að vera dugleg að eyða og mér fannst þessi pabbalegi karl myndi taka mig á svona "unga dama" tal!!

 Hvar eru sparireikningarnir?

Hlutabréfin eða sparibréfin frá fermingu?

Auðvita gerði hann það ekki og ég veit þetta var allt saman bara mín eigin samviska sem talaði til mín og fannst erfitt að horfast í augu við það að þurfa að leigja áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Velkomin á moggabloggið. Mér finnst alveg ljómandi fínt að blogga hérna. Reyndar alveg eitt og annað sem fer í taugarnar á mér akkúrat núna, en ég er að bíða og vona að það líði hjá.... Var einmitt farin að óttast það að þú værir hætt að blogga. Hef alltaf mjög gaman af því að lesa þig.

Kveðja Þórey

Þoka (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 15:48

2 Smámynd: Díana Dögg Víglundsdóttir

Sæl Þórey mín, ég var einmitt að skoða síðuna þína í fyrsta skipti í gær í mjööög langan tíma. Alltaf gaman að sjá bola talninguna þína, veit reyndar ekki alveg hver húmorinn er á bak við það... en áhugaverð talning samt sem áður.. hehe

Díana Dögg Víglundsdóttir, 17.8.2007 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband