Komin úr formi eða bilaður rennilás?

Jæja þá eru útsölurnar að renna sitt síðasta og búðirnar geta aftur farið að 5falda álagningurna á vörunum. Ég auralausi, íbúðarlausi neminn ákvað að notfæra mér síðasta séns til þess að eignast einhverjar spjarir utan á kroppinn fyrir veturinn.

Ég ákvað því að tölta á Laugarveginn með vinkonu minni og fann geggjað flott pils í vel falinni búð á 1.000-kr. og ákvað að smeigja mér í það. Þessi ferð í búningsklefan átti eftir að vera mér örlagarík, þar sem ég fór að efast um sjálfan mig og minn líkamsvöxt þar sem ég festist í pilsinu.

Í fyrstu hélt ég að það væru hinir nýtilkomnu hliðarvinir mínir sem hefðu ollið því að ég komst ekki almennilega í pilsið. En eftir að hafa sogað inn magann á mér og snúið mér á alla kannta og ekkert virkaði ákvað ég að kalla á vinkonu mína og sjá hvort henni tækist á smeigja pilsinu á dömuna.

En allt kom fyrir ekki.

 Á endanum var afgreiðslukonan líka kominn inn til þess að rétta hjálparhönd, sem er ekki alveg það sem ég hefði hest á kosið, þar sem ég var í alvöru föst í pilsinu, með hliðarvini mína hangandi sitthvoru megin og órakaðar lappir, konur þið skiljið hvernig mér leið.

 Að lokum gafst ég upp og ýtti öllum hjálparhönum mínum út úr mátunarklefanum, dróg inn magann og beigði mig fram og til baka þar til pilsið loksins gaf sig og rann niður fyrir mjaðmirnar.

Ég kom svo sveitt með úfið hárið og rauð í framar út úr mátunarklefanum eftir átökin, með röð af fólki bíðandi eftir að komast að. Svona til þess að létta á vandræðaganginum í sjálfum mér þá skelli ég pilsinu á borðið og sagði hátt og snjalt "jæja lítur ekki út fyrir að ég kaupi þetta pils í bráð". Allra augu beindust að mér, þegar eigandinn lítur á mig og segir, " já þetta pils" það er bilaður rennilásinn á því.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband