Menning + Ómenning = bankadagurinn mikli

Ég fór niður í bæ á "menningarnótt/degi" og átti alveg frábæra stund með fósturdóttur minni henni Karólínu. Við löbbuðum niður laugarveginn og hlustuðum á tónlistaratriði héðan og þaðan, mjög gaman, jafnvel þó tónlistin væri ekki alltaf okkar uppáhalds, þá vorum við sammála um það hve gaman er að heyra og sjá mismunandi hluti.

Þegar við vorum komnar lengra niður í bæ, nánartiltekið að landbankanum þá var mín heldur betur glöð, töfrakarl stóð fyrir utan sem dróg peninga úr eyrum barnanna, verið var að gefa ís, blöðrur sem voru bundnar eins og dýr og svo andlitsmáling. Við vorum ekkert smá ánægðar og eftir um klst stopp hjá Landsbankanum ætluðum við að rölta að Ingólfstorgi og horfa á dansatriðin sem voru þar í gangi. En urðum fyrir annarri skemmtilegri truflun því Jónsi í Svörtum fötum var að sýngja fyrir utan KB-Banka. En þar var verið að gefa blöðrur, sleikjóa, kaffi og sitthvað fleira.

Eftir skemmtilegt stopp í miðbænum var ferðinni heitið  að Háskólasvæðinu þar sem Latarbæjar skemmtiatriðin voru í fullum gangi í boði Glitnis.

Eftir að því lauk komum við okkur makindalega fyrir á Miklatúni og hlustuðum á tóna í boði Landsbankans.

Mikið rosalega er gaman að búa í landi þar sem bankarnir ná að skemmta landanum jafn vel og hér. Samkeppni um fjármuni okkar er svo gríðaleg að við fáum færustu skemmtikrafta landsins á silfurfati.

Við karólína fórum saddar og sælar heim eftir daginn uppfullar af menningu...!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband