Hjálpræðisherinn

Ég gekk fram hjá glugga hjálpræðishersinns í gær og sá þessa líka fallegu fallegu kápu. Eins og þið vitið þá er ég alveg sjúk í kápur og jakka og finnst ekkert skemmtilegra en að máta.

Svo ég tríttla mér inn, máta kápuna og hún smellpassar, en ekki hvað? Um leið og ég var að fara borga fyrir hana þá kemur konan með fullan poka af skóm nr. 35 einmitt númerið mitt, allir fallegir, og allir svotil ónotaðir, uhh gaman í díönulandi í þá. Svo ég kippti með 2x pörum alveg alsæl þar sem ég á erfitt að finna á mig skó og þarf alltaf að fóðra þá á alla kannta til þess að ég gangi ekki upp úr þeim.

Ég var svo ánægð þegar ég húrraði mér þaðan út og alveg þangað til ég hitti kærastann minn sem sagði mér að ég hefði "beisiklý" stolið fötum af fátæklingunum og rónunum og að ég vel launuð manneskjan ætti að skammast mín fyrir að versla í fátækrar búð.

 Er einhver sammála þessari skoðun hans?

Ég segi allavega lengi lifi hjálpræðisherinn og hvet alla sem eiga skó nr. 35 og 36 heima hjá sér alveg ónotaða og einsama að fara með þá þangað svo ég geti valið handa mér skópar næstu viku.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Þú þarft ekki að skammast þín, meiningin er að "Herinn" selji þessi föt til að fá penínga til að hjálpa t.d "rónum" og "fátæklingum", hér í Svíþjóð fara margir í vel launuðum störfum á einmitt "Myrurnar" sem að er Hjálpræðisherinn hérna, til að finna eitthvað sem ekki allir eru í, haldu áfram að fara til þeirra.

Besta kveðja

Heiður Helgadóttir, 24.8.2007 kl. 09:41

2 Smámynd: Díana Dögg Víglundsdóttir

Já nákvæmlega, takk fyrir þetta Heidi, ég held ég tríttli þangað núna og kaupi hin pörin nr. 35. þau voru svo girnileg hehe

Díana Dögg Víglundsdóttir, 24.8.2007 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband