Bros Gissurs gaf mér von um að fleiri Austfirðingar væru á svæðinu.

Ég var frekar þreytt á föstudaginn eftir langa viku og langaði helst til þess að sitja heima með fæturnar upp í loft og horfa á sjónvarpið. En þið þekkið mig, ég lét plata mig á ball, ég hefði nú ekki farið nema af því að þetta var hið margrómaða austfirðinga ball á Players.

Ég eyði dágóðum tíma í að skrúbba af mér vikuna og mála í burt þreytuna og vel svo djammgallan, hæfilega djarfan, en samt með snyrtimennskuna í fyrirrúmi til þess að heilla samfirðinga mína.

Um klukkan 01:00 er ég mætt á svæðið og alveg tilbúin að tjatta við allt fólkið sem ég hef ekki hitt svo lengi, og hlakka mikið til að deila með þeim því sem gerst hefur í mínu lífi.

Ég rölti brosandi einn hring, svona til þess að sýna mig og sjá aðra. Brosið fer nú samt heldur að frjósa á andlitinu mínu þegar ég byrja að labba öðru sinni um staðinn, því ég þekki engann og hef engann til þess að brosa til.

Ég lít á inngöngumiðann sem ég keypti í miðasölunni til þess að tryggja það að ég hafi nú ekki farið dagavilt og hafi óvart keypt mig inn á Skagfirðingakvöld eða hagyrðingakvöld Þingeyjinga. En nei mér til mikils léttis, en jafnframt mikillar undrunar þá var ég stödd á austfirðingaballi, með engum kunnuglegum austfirðingum.

Ég snara mér þá á barinn, og viti menn ég þekki stelpuna á barnum, hef stundum kippt henni með mér til að vinna í veislum hér og þar. En hún er langt frá því að vera að austan.

Með sódavatn í hönd stilli ég mér á góðan stað þar sem ég hef góða yfirsýn yfir staðinn, dansgólfið og síðast en ekki síst innganginn, því ég var orðin mjög svo þurfandi að sjá kunnuglegti andlit. Í því svífur Gissur fyrrum bekkjarbróðir minn framhjá mér, nikkar og sendir til mín broshrukku.

Þetta gladdi mitt litla hjarta óumflyjanlega, ekki það að nikk Gissurs hafi gert svo mikið fyrir mig hingað til hvað þá broshrukkur hans, en bara að vita af öðrum Norðfirðingi á svæðinu gaf mér von um að það væru fleiri á leiðinni.

Einu sódavatnsglasi seinna sé ég glitta í kunnuglegt andlit í þvögunni. Ég brosi alveg út að eyrum til þess að vera alveg viss um að ég fari ekki fram hjá henni Ástu Særúnu. Hún virtist vera alveg jafn ánægð að sjá mig, þetta var engu líkast en við værum að hitta hvor aðra að tilviljun á götu úti í Hong Kong, því það kom okkur báðum svo á óvart ða þekkja einhvern á svæðinu.

Hún færði mér þær fréttir að hún þekkti heldur engann þarna, en brosir svo og segir, ég sá samt hann Gissur hérna áðan, og virtist hún vera jafn ánægð með að hafa séð hann Gissur og ég, þó ég minnist þess ekki að hvorug okkar hafi einhverntímann talað við Gissur!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Vantaði mig að spila......hefði hlaupið á þig

Einar Bragi Bragason., 24.9.2007 kl. 01:18

2 Smámynd: Díana Dögg Víglundsdóttir

heheeh, já og ef þú hefðir verið að spila þá hefðu kannski fleiri austfirðingar látið sjá sig :o) hehe

Díana Dögg Víglundsdóttir, 24.9.2007 kl. 08:55

3 Smámynd: Fanný Guðbjörg Jónsdóttir

Vinkona. Mér þykir þú góður penni... langar að skrifa perri en það á ekki við hér

Fanný Guðbjörg Jónsdóttir, 24.9.2007 kl. 11:35

4 Smámynd: Díana Dögg Víglundsdóttir

...ég er nú líka alveg helvíti góður perri, þó ég segi sjálf frá... hehe :o)

Díana Dögg Víglundsdóttir, 24.9.2007 kl. 16:43

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ha ertu saxi......og takk fyrir hlý orð hmm hmm roðna

Einar Bragi Bragason., 25.9.2007 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband