Heimilislaus aumingi með hor og frunsu!!

Já þannig líður mér í dag. Ég rétt svo drattaðist fram úr rúminu í morgun til þess að hringja í vinnuna og segja að ég komist ekki því ég sé með uppsafnaðan horskammt á við heila mannsæfi fasta í nefinu. Þeim fannst þetta ekkert mjög svo smekkleg lýsing á ástandi mínu, en tóku vel í það að ég væri bara heima í svona eins og 2 daga.

Þar sem ég er að flytja þá er ekki mikið hægt að gera heima hjá mér núna, en sófinn og sjónvarpið er enn á sínum stað, svo ég ætti að geta dormað mér fyrir framann imbann í dag og safnað snýtupappírs haug á gólfið við hliðina á mér.

Ég fór áðan í Lyfju Lágmúla til þess að kaupa mér allt það sem lasinn manneskja þarf, ég bað bara um allt sem þyrfti, þeir ættu í raun að selja svona "survival kit" í flesunni fyrir fólk eins og mig sem veit ekkert hvað á að kaupa þegar maður er lasinn með strepsil, panodil, panodil hot, naseril, smá súkkulaði, kók og einni klassískri spólu, eða friends þáttum.

Fyrir utan allt þetta þá er ég með stærðarinnar frunsu á neðrivörinni sem tók sér bólfestu þar í síðustu viku og virðist ekkert vera að flýta sér að fara í burtu. Þannig að ég er verulega lasinn, ef þið voruð ekki búin að taka eftir því!!

 Kallinn minn sagði mér samt að ég væri fallegust í morgun, hann er svo sætur þessi elska, hann kann að ljúga að mér á örlagastundum, en það er fyrir mestu

Vona að mér gangi betur á morgun þegar ég er búin að sturta í mig öllum þessum mixturum og pillu, og mögulega fer þessi frunsa að sjá sér fært að fara eitthvað annað!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úrsúla Manda

Hæ skvísa. Gaman að þú skulir vera komin hingað að blogga, nú á ég eftir að fylgjast vel mér þér En mikið var nú gaman að sjá aðeins framan í þig á ballinu um versló, þó það hafi nú ekki verið lengi. Man allavega að hárið á þér var orðið styttra Væri gaman að hittast almennilega einhvern tímann. En já ég dauðvorkenni þér yfir þessari frunsu, þær eru viðbjóður... eins gott að þú sendir hana ekki yfir hafið til mín!!

Úrsúla Manda , 5.9.2007 kl. 20:35

2 identicon

Sælar Úrsúlan mín, veistu ekkert illa meint, en ef þessi frunsa vildi taka sér bólfestu á vörunum á þér, þá myndi ég ekkert gráta það :O)

Annars þá er ég enn búin að klippa hárið á mér stittra frá því við sáumst síðast þarna á ballinu.. hlakka  til að sjá þig næst.. fylgist með þér

Día (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband