Ég skil ekki amerískan fótbolta

Það sem ég er búin að liggja heima með hor síðustu tvo daganna þá er ég svo til búin að horfa á allt sjónvarpsefni sem ég hef komist yfir. Þannig að ég ákvað að downloda þessum nýju þáttum "Friday Nights Lights". Hef svo sem ekkert út á þættina sem slíka að setja, ágætis afþreying og allt það. En ég bara næ ekki hvernig þessir "fótboltaleikir" þeirra virka.

þegar ég bjó út í Bandaríkjunum þá fór ég á þessa leiki, stóð upp í pöllunum og öskraði um leið og allir hinir öskruðu, ég náði aldrei almennilega hvað var að gerast. Annaðhvort unnum við "Go Solon" og þá var haldið gott party, eða við töpuðum "Go Solon" og þá var haldið ennþá viltara party... ether way I win... :o)

Svo núna er ég aðeins að reyna að átta mig á þessu, málið er semsagt að komast sem lengst yfir á helming andstæðinganna. Línurnar eru merktar 10, 20, 30.. og Touch down. Þeim mun lengra sem leikmaður kemst inn á hinn helminginn þeim mun fleiri stig fær liðið. Andstæðingarnir reyna á meðan að beita öllum brögðum til þess að stoppa leikmennina og tækla þá til þess að þeir fái eins fá stig og mögulegt er.

Er þetta á einhvern hátt út á það sem leikurinn gengur?? Því ef ekki þá þarf ég virkilega að fara taka betur eftir.

Hjálp????

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Þetta er allt í lagi Díana. Ég skil varla "venjulegan" fótbolta og er bara stoltur af því. Kær kveðja! Gummi R

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 7.9.2007 kl. 09:32

2 identicon

Ekki það að ég sé sérfræðingur en þú ert aðeins að misskilja. Þetta gengur í einfaldri útskýringu út á að komast yfir endalínuna hjá andstæðingnum, þá færðu stig. Liðið hefur 4 tilraunir til að komast ákveðið marga yarda (minnir 10).  Ef þeir geta það þá núllast tilraunirnar og þeir byrja aftur á fyrstu tilraun að komast næstu 10 yarda og svo koll af kolli alveg yfir endalínuna. Ef þeim tekst það hinsvegar ekki að fara þessa yarda í 4 tilraunum þá fá þeir eina lokatilraun sem þeir nýta yfirleitt í að dúndra boltanum eins langt yfir á vallarhelming andstæðinganna til að koma boltanum sem lengst frá sínu "marki" (eða skora á milli stóru stanganna ef þeir eru nógu nálægt til þess en það gefur ekki jafn mörg stig).

Í þessu ferli öllu eru svo ótlejandi stopp og auglýsingahlé...

Annars held ég að þú ættir bara að hætta þessari vitleysu og horfa á alvöru KNATTSPYRNU

 Hvernig gengur íbúðarleitin annars?

Sævar Jökull (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 13:30

3 Smámynd: Díana Dögg Víglundsdóttir

vááá´..... þetta sem semsagt miklu flóknara en ég gerði mér grein fyrir... vá og allir þessir leikir sem ég fór á út.. ég var sem sagt ekkert að ná því sem gerðist, hehe en allavega takk fyrir þessa mjög góðu og skýru útskýringu...ætli það verði ekki gerðar myndir um soccer þegar beckham er búin að ná að setja soccer á kortið í Bandaríkjunum. Það voru einu strákarnir í skólanum mínum sem fengu ekki athyggli, eða svona svipaða athyggli og stærðfræði nördarnir....

Díana Dögg Víglundsdóttir, 7.9.2007 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband