Tekin á 50

Hverjum nema mér tekst að vera tekin fyrir ofhraðan akstur á 51 km hraða með fullan bíl af gamlingjum?

Satt að segja þá vissi ég ekki að ég væri á 30 svæði, svolítið skrítið hvernig þetta breytist lítur út fyrir að vera aðalvegur, en samkvæmt lögreglunni þá er hann það greinilega ekki.. uppss my bad.

 Ég var á leið með ömmu mína, níræða píuna, í krabbameinsskoðun og "börnin" hennar tvö 60 og 65 ára. Gamlingjarnir í bílnum hrukku við þegar lögreglan keyrir á eftir mér með blikkandi ljósin og sírenurnar á full. Ég get alveg ímyndað mér að þau hafi hugsað sitthvað misjafnt um mig. En eftir að ég kom aftur inn í bílinn minn eftir að hafa stafað ofan í lögregluna allar mínar persónulegust upplýsingar, voru þau svo hneiksluð á því að ég skuli hafa verið stoppuð fyrir ofhraðan akstur þegar bíllinn rétt silaðist áfram.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband