Það sem stendur ekki utan á pökkunum!!

Ákvað að byrja þennan vetur á að vera mjög heilsusamleg og hraust. Svo ég fór í apótek og ákvað að birgja mig upp af allskonar vítamínum og heilsufarslegum töflum.Ég keypti mér C- vítamín, B- vítamín 12, 6, og allt hitt, Lýsis-heilsutvennu, járn, kalk og töflur fyrir húð hár og neglu.

Á hverjum morgni skelli ég þessum ofur heilsusamlega skammti í kroppin og svelgi þeim með heilsu-bústinum.  Ég virðist eflast og blómstra með hverjum deginum sem líður og hef ákveðið að standast allar pestir sem á landann muni herja í vetur.

Stoltust var ég nú samt að því að hafa ákveðið að fjárfesta í þessum töflum sem eru svona góðar fyrir húð hár og neglur því ég á það til að vera með mjög þurra og ómögulega húð þegar kalt er í veðri og neglurnar á mér springa alltaf og verða alltaf mjög svo nagaðar og ljótar. Svo ég minnist nú ekki á hárið á mér sem hangir þarna líflaust og illahirt.

En af hverju er maður ekki varaður við því að ÖLL LÍKAMSHÁRINN taki vaxtarkipp um leið og neglurnar spretta líkt og í Reykjavíkur maraponinu?  

Fæturnir á mér virðast vera skógi vaxnir á hverjum morgni og augabrúnirnar næstum því samvaxnar á innan við viku.... svo ég minnist nú ekki um önnur líkamshár!!

Þannig að ég  er kominn í sjálfskapað víti, ef ég hætti á þessum töflum þá missi ég þessar líka flottu neglu löngu neglur og hárið mitt verður líflaust, en ef ég held áfram þá þarf ég að fara í plokkun með viku millibili, og vax allavega 3ja hvern dag til þess að líta ekki út eins og varúlfur á götum úti.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

ég skal bara hjálpa he he

Einar Bragi Bragason., 7.10.2007 kl. 22:16

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

HVað ertu annars að bralla...............meilið mitt er saxi@centrum.is

Einar Bragi Bragason., 9.10.2007 kl. 20:16

3 identicon

Hæhæ

Ákvað að skilja eftir kveðju svona einusinni

Les bloggið þitt reglulega og hlæ í hvert skipti, í það minsta brosi.

Gaman af því

enívei

Hafðu það gott vinkona 

María Katrín (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 20:41

4 Smámynd: Díana Dögg Víglundsdóttir

Nei sæl María gaman að heyra frá þér.. vissi ekki að þú læsir bloggið mitt.. en það er þó gott að ófarir mínar nái að senda þér bros :o)

kv.ddv

Díana Dögg Víglundsdóttir, 10.10.2007 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband