31.8.2007 | 08:45
Ég er kókisti, en vá lesið þetta!!
ÞETTA EINFALDLEGA VERÐUR MAÐUR AÐ LESA!
VATN:
75% Bandaríkjamanna eru með krónískan ofþurrk. (Á sennilega viðhelminginn af íbúum jarðar)
Hjá 37% Bandaríkjamanna er þorstaskynjunin orðin svo slök að hún er oft túlkuð sem hungur.
Jafnvel vægur ofþurrkur getur hægt á brennslukerfi líkamans um 3%.
Eitt glas af vatni nægði til að slá alveg á hungurverki seint að kvöldi hjá næstum 100% þátttakenda í könnum hjá Háskóla í Washington.
Ónóg neysla af vatni, er í FYRSTA SÆTI yfir það sem veldur þreytu yfir daginn.
Niðurstöður úr einni könnun gefa til kynna að drekki fólk 8-10 glös af vatni yfir daginn gæti það létt á bakverkjum og liðaverkjum hjá allt að 80% þeirra sem þjást af þessum verkjum.
Ef vatnið í líkamanum minnkar um aðeins 2% getur það valdið lélegu skammtímaminni, erfiðleikum með einfalda stærðfræði og skorti á einbeitingu við lestur á tölvuskjá eða annað prentmál.
Að drekka 5 glös af vatni á dag dregur um 45% úr áhættu á krabbameini í þörmum auk þess sem það getur dregið allt að 79% úr áhættu á brjóstkrabba og lækkar áhættu karlmanna á blöðruhálskrabbameini um 50%.
Viltu ekki fá þér vatnssopa???
KÓK:
Í mörgum bandarískum fylkjum er vegalögreglan með 10 lítra af kóki bílunum hjá sér til að þrífa blóð af vegum eftir umferðarslys.
Þú getur sett T-Bone steik í skál af kóki og hún verður horfin eftir 2 daga.
Til að hreinsa klósettið:
Helltu einni dós af kók ofan í klósetið, bíddu í eina klukkustund og sturtaðu svo niður. Sýran í kókinu leysir upp bletti.
Til að fjarlægja ryðbletti af krómstuðurum: Dýfðu krumpuðum álpappír í kók og nuddaðu stuðarann.
Til að hreinsa rafgeyminn í bílnum: Helltu einni dós af kók yfir rafgeymatengslin.
Til að losa ryðgaðan bolta (skrúfu): Rennbleyttu tusku með kóki og haltu henni að boltanum í nokkrar mínútur.
Til að fjarlægja fitubletti úr fatnaði: Helltu einni dós af kók í þvottavélina bættu við þvottaefni og þvoðu eins og venjulega. Kókið leysir upp fitublettina.
Framrúðan á bílnum þínum hreinsast líka vel með kóki.
Virka efnið í kók er phosphoric acid. Ph í kók er 2.8. Það getur leyst upp nögl á ca fjórum dögum.
Til að flytja Coca-Cola sýrópið (fullan styrk) þurfa vöruflutningabifreiðar að hafa á sér viðvörunarskilti
sem einungis eru notuð á bíla sem annast flutning á MJÖG ÆTANDI EFNUM.
Dreifingaraðilar Coca-Cola hafa notað gosdrykkinn í um það bil 20 ár til að hreinsa vélarnar í trukkunum hjá sér.
Langar þig enn í hressandi dós af Cola drykk?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.