11.12.2007 | 13:01
Lít ég út fyrir að vera 17??
Já það er von að maður spyrji því ég var tvisvar á einum degi spurð að aldri og mér ekki trúað, er það tilviljun eða hvað?
Fyrra atvikið átti sér stað á bókhlöðunni þar sem ég var að læra fyrir síðasta prófið mitt í Háskólanum og þá meina ég síðasta því ég ætla að útskrifast með MA-gráðu í vor.
Ég sest fyrir framan tölvurnar til þess að prenta út glósurnar mínar. Við tölvuna á borðinu við hliðina á mér sat einhver gaur sem ég hef aldrei séð áður. Hann hallar sér að mér og segir, " ertu viss um að þú eigir að vera hér, þú veist að þessar tölvur eru aðeins ætlaðar háskólanemum",
Þessi ahugasemd kom eitthvað svo flatt upp á mig að ég sagði bara "já, uhhhh hehe ejá ég veit, sko ég, ég er í háskólanum", en þetta svar mitt virtist ekki sannfæra hann og horfði hann á mig með samúð í augum líkt og ég væri 17 að þykjast vera 22 til að komast inn á ball í Sjallanum.
Ég útskrifaði þennan gaur sem eitthvað skrítinn og hélt áfram mínum degi.....
....Þangað til seinna atvikið á sér stað.
En þennan sama dag ákvað ég að fara í ríkið á leiðinni heim og kaupa kippu að nýja jólabjórnum, hafði heyrt mikið um hann og var spennt að smakka hann. Fannst mér ég líka eiga það skilið eftir vel unnin störf þennan daginn.
Þannig að ég geng inn í ÁTVR á Seltjarnanesi og tek með mér eina kippu af Tuborg Jólabjór og fer á kassann. Ég veit ekki fyrr en ég heyri hrópað fyrir aftan mig " Hey Stína, tékkaðu á þessari", ég lít við og þar stendur gaur að raða í hillurnar og er alveg pottþétt yngri en ég og er að biðja hana Stínu á kassanum að athuga með skilríkin mín.
Þegar röðin kemur að mér rétti ég fram vísakortið mitt og bíst við að þetta verði ekkert vesen, en nei aldeilis ekki því hún Stína á kassanum spyr mig hvort þetta sé í alvöru ég og hvort þetta sé í alvöru vísakortið mitt.
Þetta kom alveg jafn flatt upp á mig líkt og með athugasemdirnar sem ég fékk fyrr um daginn, þannig að ég svaraði á jafn snildarlegan máta og áður, "ha... uhhh, þetta.. uhhh hehe já". En um leið dettur háskólakaffi kortið mitt út úr veskinu mínu. Stína lítur á mig, á vísakortið og svo á kaffikortið og kallar á gaurinn, "þetta er í lagi, hún er í háskóla, viltu poka"?
"Ha.. uhh ég.. nei, eða sko já takk" segi ég og var enn að átta mig á aðstöðunni sem ég var í. Ég sá líka að allir sem voru á eftir mér biðu spenntir að sjá hvernig þetta endaði, og voru ekkert mjög ánægðir þegar þeir sjá mig setja kippuna mína ofna í poka og labba út.
En kvöldið endaði samt sem áður vel hjá mér þar sem ég kúrði mig upp í sófa dreypti á jólabjórnum á meðan ég flokkaði glósurnar mínar.
Athugasemdir
Já...spes....
Herborg Drífa Jónasdóttir, 11.12.2007 kl. 13:25
Díana mín þú ert svo falleg og frískleg, þetta hefuru bara verið vodur dagur hjá þessu fólki;)
Berta Dröfn (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 13:45
hehe já góður punktur hjá þér Berta, vondur dagur hjá þessu fólki.. en bara aðeins of góður dagur hjá mér, ungleg og frískleg í prófalestri.. það hefur ekki þekkst áður.. eða hvað...?
Díana Dögg Víglundsdóttir, 11.12.2007 kl. 14:15
Frábært hjá þér stelpa! Ekkert smá dugleg....
En með útlitið þá skaltu vera ánægð með að vera álitin of ung, verra er að vera á djamminu og ungir strákar labba upp að þér og biðja þig um álit á einhverju af því að þú lítur út fyrir að vera svo ÞROSKUÐ kona....!!!
gugga (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 16:56
hahaha.. æjj greyjið.. fólkið hlýtur samt að bráð skammast sýn
Gullveig (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 00:06
LOL ertu ekki að grínast!
vildi kvitta því ég kíki hérna reglulega...
Anna Dögg (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 20:18
sælar Anna mín, gaman að heyra að þú fylgist með mér og mínum hrakförum, já eins og þú heyrir þá hef ég yngst talsvert síðan við sáumst síðast hehe, láttu mig endilega vita hvenær þú verður á landinu
Díana Dögg Víglundsdóttir, 13.12.2007 kl. 21:36
Góður þessi Díana.Sammála því sem Gugga segir hér að ofan.Annars,ertu búin að komast af því hver Hertoginn á Bjarti NK er?
Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.