Kominn í jólaskap

Já ég verð að segja að eins og er,  ég er kominn í jólaskap. Þrátt fyrir að eiga eftir að fara í eitt próf og skila inn þremur verkefnum. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef leyft mér að hlakka til áður en prófin eru búin því af gamalli, biturri  reynslu veit ég að ég  fæ hvort eð er ekki frí um jólin, svo það er eins gott fyrir mig að koma mér í jólagýrinn núna strax, því meiri vinna tekur við þegar heim er komið.

Ég fór með elskunni minni að versla jólagjafir og jólaskraut í nýju íbúina okkar og ég er nokkuð viss um að okkur hafi tekist að versla jólaskaut á sjö stór jólatré, ég bara missti mig... það er til svo mikið af skrauti á jólatréið sem er ekki mjög gott fyrir fólk með valkvíða og nóg laust pláss inn á vísakortinu!! hehe

Annars þá eru þetta síðustu prófin mín í háskólanum, held allavega að ég láti staðar numið hér og farið ekki að læra meira í bili, 5 og hálft ár í háskóla er orðið nóg, þannig að ég reyni að halda þetta út. Svo er það bara lokaverkefnið mitt í vor og vonandi útskrift í Júní!!

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband