Bílastæðasjóður sökkar feitt!!

Já ég veit þetta er rosalega þroskuð fyrirsögn hjá mér, og mér leið alveg 15 ára þegar ég skrifaði hana, en málið er bara að ég er rosalega pirruð og mér datt ekkert betra í hug til þess að setja sem fyrirsögn til þess að lýsa pirringnum mínum.

Þannig er mál með vexti að þann 31. ágúst á ég að hafa lagt bílnum mínum of nálægt gagnbraut á gatnarmótunum Vesturgata/Garðarstræti. Málið er að ég frétti ekki af því fyrr en í október þegar ég fæ inn á heimabankann minn að ég skuldi GLITNI 7.750- kr.

Ég hringi þá í Glitni til þess að spyrja hvað ég skuldi þeim, því ég vissi að ég hafði alltaf borgað af bílnum mínum á réttum tíma. Þá er mér tjáð af mjög svo yndælum starfsmanni að þetta hafi verið stöðumælasekt upp á 2.500-kr. (1950 ef borgað er innan 3ja daga).

Ég kem náttúrulega alveg af fjöllum með þessar fregnir og spyr afhverju ég eigi þá að borga þeim, afhverju ég hafi ekki fengið tilkynningu frá Bílastæðasjóði? Jú þannig er mál með vexti að fyrst ég er með lán hjá Glitni fjárfestingafyrirtæki, þá er Glitnir skráður eigangi á bílnum og ég aðeins skráður umráðamaður. Þessvegna borgar Glitnir skuldina og ég á svo að borga þeim.

 Mín var nú ekki alveg sátt við það og eftir langt samtal við yndælu konurnar á Bílastæðasjóð þá er skrifað harðorðugt bréf þar sem ég neita einfaldlega að borga þessa skuld, af þeim rökum að ég hafi a) aldrei fengið neina sekt á bílinn minn, og b) aldrei fengið neinn póst, eða aðvörun frá Glitni um þetta mál.

Svo bíð ég róleg og vonast til þess að þessu verði kippt í liðinn og mér gert að greiða 1950- kr., vissi að manni yrði aldrei alveg sleppt.

En nei þetta versnar bara.

Pabbi minn hringir í mig alveg ösku illur og spyr af hverju hann sé að fá rukkun um vanskil upp á 7.750- kr. frá Glitni fjárfestingafélagi. Pabbi sem aldrei hefur farið í vanskil með neitt, og dóttirin komin í vanskil með 7.750- kr. og nýbúin að kaupa sér íbúð, þetta boðaði ekki gott, og svei mér ef kallinn var ekki bara við það að taka upp vesið fyrir mína hönd.

En þetta fyllti mælinn, ég hringdi í bílastæðasjóð til þess að hundskamma þá fyrir þessi vinnubrögð og fæ strax að tala við yfirmanninn, konunum á símanum hefur verið ljóst í hvað stemmdi á æsingnum í mér að dæma.

"jú ég skil þig mæta vel, þetta er auðvita mikill peningur fyrir þetta brot", ´"sjálfur yrði ég ösku illur", " en því miður þá er ekkert sem við getum gert í þessu" ... málið er að Glitnir er búin að borga okkur 5.000-kr. fyrir þetta og nú er þetta í höndum þeirra. Ég alveg.. humm borguðu þeir ykkur 5.000- kr. en eru að rukka mig um 7.750- kr. vá þeir ætla aldeilis að græða.

Eftir um 20 mínútur af þessu og annað reiði símtal frá pabba sá ég mig knúna til að borga þessa skuld, jafnvel þó ég í raun vissi enn ekki hvort sökin væri mín eður ei.

Svo ég fer inn á heimabankann minn og viti menn skuldin mín var búinn að hækka upp í 9.028- kr. Eruði að grínast í mér, ég ýti á "Greiða takkann" með miklum trega og hugsaði um flottu kápuna sem ég sá í Karen Miller og hafði ýmindað mér að ég gæti hugsanlega mögulega einhverntímann keypt, fjúka út í veður og vind.

En samt svona í alvöru ég á að hafa brotið af mér fyrir 1950 kr. og enda með að borga 9.028 kr. 5.000-kr af því fara í vasa bílastæðasjóðs, og 4.028 í vasa Glitnirs fjárfestingafélags, þetta kallar maður ósanngirni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eftir byltinguna verða allir jafnir, nema stöðumælaverðir

Erlingur hólm (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 21:55

2 identicon

Sæl, ertu ekki að grínast með þetta? Aldrei myndi mér detta svona rugl í hug. Farðu með þetta í blöðin elskan og sýndu öllum hinum hversu viðbjóðslega sovésk stjórnvöld okkar eru.

Long time no seeing kveðja

Siggi 

Siggi (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 23:44

3 identicon

Þetta er bara ógeðslegt, hvernig getur fólk verið svona blákalt og leiðinlegt. Við sem búum í þessu litla 300,000 manna samfélagi getum ekki reynt að vera vinir. OK að Glitnir hafi borgað skuldina á sínum tíma, en í hvaða smáaletri stendur það að þú þurfir að borga þeim margfalt fyrir sona lagað. Þetta er virkilega gruggugt.

Saknaðarkveðja
Erna í úglandinu

Erna (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 06:54

4 Smámynd: Díana Dögg Víglundsdóttir

Já nákvæmlega, takk fyrir stuðninginn, ég hef því ákveðið að setja af stað söfnunnarlínu til styrktar Karen Miller kápunni sem ég mun aldrei eignast með þessu áframhaldi.

Díana Dögg Víglundsdóttir, 23.11.2007 kl. 13:27

5 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Hrikalegt sendum Kolbrúnu Halldórs á Stöðumælaglitniverði.þeir eiga það skilið

Einar Bragi Bragason., 30.11.2007 kl. 00:34

6 identicon

Þú ert alltaf að brjóta lögin Díana!!!

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 18:43

7 Smámynd: Guðbjörg Sif Halldórsdóttir

Neyddist til að stofna blogg til að kommenta á liðið sem bloggar á mbl.is...

En ég semsagt lenti í bílastæðasjóð í fyrra minnir mig og ég gaf mig ekki. Ég hringdi nokkrum sinnum í Stefán yfirmann og sendi tvo tölvupósta og á endanum var ég sakfelld...en ég missti trúna á mig nokkrum sinnum á meðan. Maður má bara ekki gefast upp (p.s. skráðu mig fyrir 500 kalli á KM kápuna...)

Guðbjörg Sif Halldórsdóttir, 2.12.2007 kl. 15:24

8 Smámynd: Díana Dögg Víglundsdóttir

Takk fyrir þessa ábendingu Guðbjörg mín, þú ert semsagt að segja að það sé enginn leið að vinna þessa fjanda? Djöfullinn... og takk fyrir 500 kallin, ég og KM-kápan mín sem bíður eftir mér í Karen Millerbúðinni erum þér endalaust þakklátar...

 En hver er Hertoginn á Bjarti NK??? og nei ég er ekki alltaf að brjóta lögin.. ég myndi frekar segja að lögin séu að brjóta á mér... fyrst með hraðasektina, tekin fyrir að keyra á 50 km hraða og svo núna... þetta er náttlega synd að ég skuli vera fórnarlamb laga og reglna.. og ég sem gef alltaf stefnuljós!!!!!!!

Díana Dögg Víglundsdóttir, 2.12.2007 kl. 20:13

9 Smámynd: Guðbjörg Sif Halldórsdóttir

omg meinti sýknuð...djísuð! Ég fékk þetta borgað til baka...hahaha.

Guðbjörg Sif Halldórsdóttir, 2.12.2007 kl. 21:04

10 identicon

Sæl Díana.Ég var nú bara að bulla í þér,þetta með ''alltaf að brjóta lögin.''Man vel eftir því þegar þú bloggaðir um umferðalagabrotið.En það er bara einn Hertogi á Bjarti NK.Þú kemst að því seinna vona ég.Kv.Hertoginn á Bjarti NK.

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 19:19

11 Smámynd: Díana Dögg Víglundsdóttir

o.m.g. I have a mission... allar upplýsingar vel þegnar um það hver þessi hertogi er!!

Díana Dögg Víglundsdóttir, 3.12.2007 kl. 23:32

12 identicon

Hehehehe.......hvað er þetta eiginlega Díana? Manst vel eftir mér,var alltaf á barnum í Egilsbúð í denn..........vannst eins og herforingi á böllum og reddaðier öllu sem redda þurfti bjóþyrstum manni eins og ég var í denn............jæja,þú áttar þig seinna á því hver ég er.En þangað til,bless í bili.

Hertoginn á Bjarti NK (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband