5.11.2007 | 22:33
Ég er ekki súperman
Ég held að mér sé að verða það ljóst að ég er ekki Súperman, þó svo ég hafi haldið það nokkuð lengi.
Þannig er nefninlega mál með vexti að ég hélt að það yrði ekki mikið mál að vera í 100% vinnu á daginn og í 100% skóla og svo vera að snúast í búðum , mála, spasla, þrífa og reyna að finna tíma til að læra.
Jú jú ég er ekki að segja að ég geti þetta ekki, en vá hvað ég er orðin þreytt, og það erfiðista er eftir, að bera upp allt dótið okkar upp á fjórðu hæð, engin lyfta. Einhver sterkur sem bíður fram aðstoð sína?
Ég hef heldur aldrei verið þekkt fyrir að vera sú húsmóðurslegasta í heiminum. Ég hef ekki látið mig dreyma um einhverjar ljósakrónur, eða einhverjar gardínur hér og þar, ég eiginlega hef bara aldrei horft á þessa hluti. En núna þarf ég að fara taka ákvarðanir um þessa hluti og finna eitthvað sem passar saman, þetta er mér ekki erfitt, má ég frekar biðja um mála, negla, spastla eða eitthvað annað en að finna þessa hluti í búðum. Hef samt ekkert að því að leita í búðum af segjum fötum á mig :o)
Athugasemdir
ææææ
Einar Bragi Bragason., 5.11.2007 kl. 23:49
Ef þú ætlar ennþá að flytja á morgun þá vildi ég bara segja þér að United er að spila í meistaradeildinni annað kvöld og Einar getur ekki hjálpað þér að flytja.. því við united menn erum með forgangsröðunin á hreinu.
UNITED - KIDS - WIFE - FRIENDS
Bjarni Kristjánsson (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 19:55
Við, konur United manna, sjáum við þessu því við ætlum ekki að þurfa að flytja einar á meðan karlpungurinn horfir á imban.
Því verður flutt á föstudaginn, þú ert velkominn að Boðagranda 1 kl 16:00 :o)
Díana Dögg Víglundsdóttir, 7.11.2007 kl. 09:32
by the way þið eruð öll velkomin til mín að hjálpa mér að flytja, samt bara svo þið vitið þá er ég að flytja upp á fjórðu hæð, engin lyfta!!
Díana Dögg Víglundsdóttir, 7.11.2007 kl. 09:35
Hefði komið að hjálpa, en má ekki lifta neinu þungu
Óska ykkur bara nlega til hamingju með íbúðina
Sigga Rósa (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 15:51
Summan af þremur og átta er pott þétt 11 ... allveg viss
Er bjór í boði í flutningunum ??
Vilhelm Harðarson (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 17:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.