26.10.2007 | 15:32
Boðagrandi 1
Ég vildi nú ekkert vera að hafa of hátt um þetta svona fyrirfram, því eins og þið vitið þá trúi ég rosalega á það að það meigi ekki Jinksa- hlutina og því vil ég ekkert gefa upp fyrr en samningar eru komnir í höfn.. en semsagt ég er orðin stoltur eigandi íbúðar í Boðagranda 1.. eða ok við erum orðnir stoltir eigendur..má víst ekki skilja elskuna mína eftir.
Flytjum inn vonandi fyrir afmælið mitt 18. nóvelmber og þá verður ykkur öllum.. eða allavega þeim af ykkur sem eruð skemmtilegir boðið í svaðalegt innflutningspartý.. svo tek ég íbúðina í gegn.. hehe
Ég hef ekkert verið að blogga því ég var fyrir austan hjá henni ömmu minni, og ótrúlegt en satt þá er ekki internet á elliheimilum!!
Það er alltaf jafn yndislegt að hitta ömmurnar sínar, mínar ömmur eru báðar lúmskir húmoristar og ég hef svo gaman af að stríða þeim. Ég held nefninlega að sumir detti inn á þá braut að tala alltaf frekar alvarlega í kringum gamalt fólk og hætti alveg að kítast á með lífið og tilveruna.
Jæja eigiði góða helgi.. kem með íbúðar bloggfærslur eftir helgi svona hálfpartinn innlit útlit útgáfu..
Athugasemdir
Til hamingju með nýju íbúðina Díana mín
Úrsúla Manda , 26.10.2007 kl. 21:48
Til lukku
Einar Bragi Bragason., 26.10.2007 kl. 23:18
Til hamingju með þetta... bíð spenntur eftir innflutningspartý-inu og afmælinu!!!
Bjarni Kristjansson (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 22:00
Innilega til hamingju elsku Díana mín!
Hlakka til að sjá slotið :)
Erla Björk (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 09:12
Takk kærlega fyrir þetta elskurnar mínar.. ykkur er öllum boðið... hvenær sem það verður haldið.. en er allavega að mála núna..
Díana Dögg Víglundsdóttir, 30.10.2007 kl. 09:23
Til hamingju með íbúðina. Algjör snilldarstaðsetning líka. Á pottþétt eftir að fara vel um ykkur þarna.
Þoka (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.