Færsluflokkur: Bloggar
17.1.2008 | 02:09
Bílaguðirnir eru ekki góðir við mig!!!
nei nei lenti í aftanákeyrslu um daginn það á ekki af mér að spyrja, hvernig hlutirnir henda mig. Ef það snertir bílinn og ökuskýrteini þá er ég þar!!
Allavega var að keyra eftir Miklubrautinni á gatnamótunum við Langholtsveg og Miklubraut, og þessi gaur kemur á eftir mér of dúndrar aftan á mig og ég skýst aftan á bílinn fyrir framan mig og þá er þetta orðin 3ja bíla árekstur alveg upp úr þurru.
Þarna átti ég í 3ja bíla árekstri, án þess að vera valdur af því, en samt jú...
..... ég þarf að borga skaðann á bílnumm sem ég lenti á, samt sem áður vorum við báðir kjurrstæðir þegar bíllinn kemur og dúndrar aftan á mig og ég skýst á bílinn fyrir framan mig.
Hverslags ósanngirni er það??
Bið að heilsa og er farin til Köben
kv Dí
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.12.2007 | 13:01
Lít ég út fyrir að vera 17??
Já það er von að maður spyrji því ég var tvisvar á einum degi spurð að aldri og mér ekki trúað, er það tilviljun eða hvað?
Fyrra atvikið átti sér stað á bókhlöðunni þar sem ég var að læra fyrir síðasta prófið mitt í Háskólanum og þá meina ég síðasta því ég ætla að útskrifast með MA-gráðu í vor.
Ég sest fyrir framan tölvurnar til þess að prenta út glósurnar mínar. Við tölvuna á borðinu við hliðina á mér sat einhver gaur sem ég hef aldrei séð áður. Hann hallar sér að mér og segir, " ertu viss um að þú eigir að vera hér, þú veist að þessar tölvur eru aðeins ætlaðar háskólanemum",
Þessi ahugasemd kom eitthvað svo flatt upp á mig að ég sagði bara "já, uhhhh hehe ejá ég veit, sko ég, ég er í háskólanum", en þetta svar mitt virtist ekki sannfæra hann og horfði hann á mig með samúð í augum líkt og ég væri 17 að þykjast vera 22 til að komast inn á ball í Sjallanum.
Ég útskrifaði þennan gaur sem eitthvað skrítinn og hélt áfram mínum degi.....
....Þangað til seinna atvikið á sér stað.
En þennan sama dag ákvað ég að fara í ríkið á leiðinni heim og kaupa kippu að nýja jólabjórnum, hafði heyrt mikið um hann og var spennt að smakka hann. Fannst mér ég líka eiga það skilið eftir vel unnin störf þennan daginn.
Þannig að ég geng inn í ÁTVR á Seltjarnanesi og tek með mér eina kippu af Tuborg Jólabjór og fer á kassann. Ég veit ekki fyrr en ég heyri hrópað fyrir aftan mig " Hey Stína, tékkaðu á þessari", ég lít við og þar stendur gaur að raða í hillurnar og er alveg pottþétt yngri en ég og er að biðja hana Stínu á kassanum að athuga með skilríkin mín.
Þegar röðin kemur að mér rétti ég fram vísakortið mitt og bíst við að þetta verði ekkert vesen, en nei aldeilis ekki því hún Stína á kassanum spyr mig hvort þetta sé í alvöru ég og hvort þetta sé í alvöru vísakortið mitt.
Þetta kom alveg jafn flatt upp á mig líkt og með athugasemdirnar sem ég fékk fyrr um daginn, þannig að ég svaraði á jafn snildarlegan máta og áður, "ha... uhhh, þetta.. uhhh hehe já". En um leið dettur háskólakaffi kortið mitt út úr veskinu mínu. Stína lítur á mig, á vísakortið og svo á kaffikortið og kallar á gaurinn, "þetta er í lagi, hún er í háskóla, viltu poka"?
"Ha.. uhh ég.. nei, eða sko já takk" segi ég og var enn að átta mig á aðstöðunni sem ég var í. Ég sá líka að allir sem voru á eftir mér biðu spenntir að sjá hvernig þetta endaði, og voru ekkert mjög ánægðir þegar þeir sjá mig setja kippuna mína ofna í poka og labba út.
En kvöldið endaði samt sem áður vel hjá mér þar sem ég kúrði mig upp í sófa dreypti á jólabjórnum á meðan ég flokkaði glósurnar mínar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.12.2007 | 15:36
Kominn í jólaskap
Já ég verð að segja að eins og er, ég er kominn í jólaskap. Þrátt fyrir að eiga eftir að fara í eitt próf og skila inn þremur verkefnum. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef leyft mér að hlakka til áður en prófin eru búin því af gamalli, biturri reynslu veit ég að ég fæ hvort eð er ekki frí um jólin, svo það er eins gott fyrir mig að koma mér í jólagýrinn núna strax, því meiri vinna tekur við þegar heim er komið.
Ég fór með elskunni minni að versla jólagjafir og jólaskraut í nýju íbúina okkar og ég er nokkuð viss um að okkur hafi tekist að versla jólaskaut á sjö stór jólatré, ég bara missti mig... það er til svo mikið af skrauti á jólatréið sem er ekki mjög gott fyrir fólk með valkvíða og nóg laust pláss inn á vísakortinu!! hehe
Annars þá eru þetta síðustu prófin mín í háskólanum, held allavega að ég láti staðar numið hér og farið ekki að læra meira í bili, 5 og hálft ár í háskóla er orðið nóg, þannig að ég reyni að halda þetta út. Svo er það bara lokaverkefnið mitt í vor og vonandi útskrift í Júní!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2007 | 21:41
Bílastæðasjóður sökkar feitt!!
Já ég veit þetta er rosalega þroskuð fyrirsögn hjá mér, og mér leið alveg 15 ára þegar ég skrifaði hana, en málið er bara að ég er rosalega pirruð og mér datt ekkert betra í hug til þess að setja sem fyrirsögn til þess að lýsa pirringnum mínum.
Þannig er mál með vexti að þann 31. ágúst á ég að hafa lagt bílnum mínum of nálægt gagnbraut á gatnarmótunum Vesturgata/Garðarstræti. Málið er að ég frétti ekki af því fyrr en í október þegar ég fæ inn á heimabankann minn að ég skuldi GLITNI 7.750- kr.
Ég hringi þá í Glitni til þess að spyrja hvað ég skuldi þeim, því ég vissi að ég hafði alltaf borgað af bílnum mínum á réttum tíma. Þá er mér tjáð af mjög svo yndælum starfsmanni að þetta hafi verið stöðumælasekt upp á 2.500-kr. (1950 ef borgað er innan 3ja daga).
Ég kem náttúrulega alveg af fjöllum með þessar fregnir og spyr afhverju ég eigi þá að borga þeim, afhverju ég hafi ekki fengið tilkynningu frá Bílastæðasjóði? Jú þannig er mál með vexti að fyrst ég er með lán hjá Glitni fjárfestingafyrirtæki, þá er Glitnir skráður eigangi á bílnum og ég aðeins skráður umráðamaður. Þessvegna borgar Glitnir skuldina og ég á svo að borga þeim.
Mín var nú ekki alveg sátt við það og eftir langt samtal við yndælu konurnar á Bílastæðasjóð þá er skrifað harðorðugt bréf þar sem ég neita einfaldlega að borga þessa skuld, af þeim rökum að ég hafi a) aldrei fengið neina sekt á bílinn minn, og b) aldrei fengið neinn póst, eða aðvörun frá Glitni um þetta mál.
Svo bíð ég róleg og vonast til þess að þessu verði kippt í liðinn og mér gert að greiða 1950- kr., vissi að manni yrði aldrei alveg sleppt.
En nei þetta versnar bara.
Pabbi minn hringir í mig alveg ösku illur og spyr af hverju hann sé að fá rukkun um vanskil upp á 7.750- kr. frá Glitni fjárfestingafélagi. Pabbi sem aldrei hefur farið í vanskil með neitt, og dóttirin komin í vanskil með 7.750- kr. og nýbúin að kaupa sér íbúð, þetta boðaði ekki gott, og svei mér ef kallinn var ekki bara við það að taka upp vesið fyrir mína hönd.
En þetta fyllti mælinn, ég hringdi í bílastæðasjóð til þess að hundskamma þá fyrir þessi vinnubrögð og fæ strax að tala við yfirmanninn, konunum á símanum hefur verið ljóst í hvað stemmdi á æsingnum í mér að dæma.
"jú ég skil þig mæta vel, þetta er auðvita mikill peningur fyrir þetta brot", ´"sjálfur yrði ég ösku illur", " en því miður þá er ekkert sem við getum gert í þessu" ... málið er að Glitnir er búin að borga okkur 5.000-kr. fyrir þetta og nú er þetta í höndum þeirra. Ég alveg.. humm borguðu þeir ykkur 5.000- kr. en eru að rukka mig um 7.750- kr. vá þeir ætla aldeilis að græða.
Eftir um 20 mínútur af þessu og annað reiði símtal frá pabba sá ég mig knúna til að borga þessa skuld, jafnvel þó ég í raun vissi enn ekki hvort sökin væri mín eður ei.
Svo ég fer inn á heimabankann minn og viti menn skuldin mín var búinn að hækka upp í 9.028- kr. Eruði að grínast í mér, ég ýti á "Greiða takkann" með miklum trega og hugsaði um flottu kápuna sem ég sá í Karen Miller og hafði ýmindað mér að ég gæti hugsanlega mögulega einhverntímann keypt, fjúka út í veður og vind.
En samt svona í alvöru ég á að hafa brotið af mér fyrir 1950 kr. og enda með að borga 9.028 kr. 5.000-kr af því fara í vasa bílastæðasjóðs, og 4.028 í vasa Glitnirs fjárfestingafélags, þetta kallar maður ósanngirni.
Bloggar | Breytt 27.11.2007 kl. 09:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
5.11.2007 | 22:33
Ég er ekki súperman
Ég held að mér sé að verða það ljóst að ég er ekki Súperman, þó svo ég hafi haldið það nokkuð lengi.
Þannig er nefninlega mál með vexti að ég hélt að það yrði ekki mikið mál að vera í 100% vinnu á daginn og í 100% skóla og svo vera að snúast í búðum , mála, spasla, þrífa og reyna að finna tíma til að læra.
Jú jú ég er ekki að segja að ég geti þetta ekki, en vá hvað ég er orðin þreytt, og það erfiðista er eftir, að bera upp allt dótið okkar upp á fjórðu hæð, engin lyfta. Einhver sterkur sem bíður fram aðstoð sína?
Ég hef heldur aldrei verið þekkt fyrir að vera sú húsmóðurslegasta í heiminum. Ég hef ekki látið mig dreyma um einhverjar ljósakrónur, eða einhverjar gardínur hér og þar, ég eiginlega hef bara aldrei horft á þessa hluti. En núna þarf ég að fara taka ákvarðanir um þessa hluti og finna eitthvað sem passar saman, þetta er mér ekki erfitt, má ég frekar biðja um mála, negla, spastla eða eitthvað annað en að finna þessa hluti í búðum. Hef samt ekkert að því að leita í búðum af segjum fötum á mig :o)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.11.2007 | 16:14
Miðvikudagur til milljóna
Þá er það parketið..
Já við ætluðum að pussa upp gamla parketið og vera rosalega sparsöm, en ákváðum svo að fara bara alla leið með þetta og kaupa nýtt parket á holuna okkar, þannig að á mánudaginn verður lagt nýtt parket og á miðvikudag get ég flutt inn.
Annars þá segir mamma að miðvikudagur sé ekki góður dagur til að flytja inn miðvikudagur til molda.. það eigi alltaf að flytja inn á laugardegi því hann er til lukku.. þriðjudagur sé alveg glataður því hann er til þrauta... og mánudagurinn sé enn verri því hann er til mæðu, þannig að ég hef ákveðið að breyta þessu og segja bara miðvikudagur til milljóna, þá hlít ég að verða ógeðslega rík er það ekki markiðið hjá öllum í dag. Lukkan og ánægjan skipta svo litlu máli í dag, heldur eru það milljónirnar!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2007 | 15:32
Boðagrandi 1
Ég vildi nú ekkert vera að hafa of hátt um þetta svona fyrirfram, því eins og þið vitið þá trúi ég rosalega á það að það meigi ekki Jinksa- hlutina og því vil ég ekkert gefa upp fyrr en samningar eru komnir í höfn.. en semsagt ég er orðin stoltur eigandi íbúðar í Boðagranda 1.. eða ok við erum orðnir stoltir eigendur..má víst ekki skilja elskuna mína eftir.
Flytjum inn vonandi fyrir afmælið mitt 18. nóvelmber og þá verður ykkur öllum.. eða allavega þeim af ykkur sem eruð skemmtilegir boðið í svaðalegt innflutningspartý.. svo tek ég íbúðina í gegn.. hehe
Ég hef ekkert verið að blogga því ég var fyrir austan hjá henni ömmu minni, og ótrúlegt en satt þá er ekki internet á elliheimilum!!
Það er alltaf jafn yndislegt að hitta ömmurnar sínar, mínar ömmur eru báðar lúmskir húmoristar og ég hef svo gaman af að stríða þeim. Ég held nefninlega að sumir detti inn á þá braut að tala alltaf frekar alvarlega í kringum gamalt fólk og hætti alveg að kítast á með lífið og tilveruna.
Jæja eigiði góða helgi.. kem með íbúðar bloggfærslur eftir helgi svona hálfpartinn innlit útlit útgáfu..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.10.2007 | 10:06
Hárvöxtur!!
hahaha ég er búin að komast að þessu með hárvöxtinn í blogginu mínu í síðustu viku.
Ég ruglaðist og tók inn 2x 3 töflur á dag, það stóð nefnilega utan á pakkanum að það ætti að taka inn 3 x töflur kvölds eða morgna, en ég tók því sem kvölds og morgna, og varð þessvegna eins og varúlfur í framan og með vaxdolluna á lofti á hverjum degi.
Jæja ætla að vona að ég verði ekki varanlega sködduð að þessu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.10.2007 | 17:34
Ég í TV.. eða allavega á netinu ;o\
það er vægast sagt búið að vera mikið að gera hjá mér undanfarnar vikur, enda kannski fyrir bestu þar sem ég bý hjá tengdó og það væri örugglega búið að leggja mig inn á hæli ef ég hefi ekki svona mikið að gera.
Eitt af því sem ég hef verið að gera voru innslög fyrir Alþjóðlegu kvikmyndahátíðina en þau getiði séð inn á www.riff.is og farið þar inn á Festival TV. Ef þið eruð mjög æst í að sjá bara mig þá gerði ég innslög sem heita Miðnætur sýning og Æði! Saga hinseginn kvikmyndagerðar. Samt mæli ég nú með því að þið kíkið á innslögin sem "bekkjafélagar mínir" gerðu því þau eru alveg yndisleg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.10.2007 | 21:08
Það sem stendur ekki utan á pökkunum!!
Ákvað að byrja þennan vetur á að vera mjög heilsusamleg og hraust. Svo ég fór í apótek og ákvað að birgja mig upp af allskonar vítamínum og heilsufarslegum töflum.Ég keypti mér C- vítamín, B- vítamín 12, 6, og allt hitt, Lýsis-heilsutvennu, járn, kalk og töflur fyrir húð hár og neglu.
Á hverjum morgni skelli ég þessum ofur heilsusamlega skammti í kroppin og svelgi þeim með heilsu-bústinum. Ég virðist eflast og blómstra með hverjum deginum sem líður og hef ákveðið að standast allar pestir sem á landann muni herja í vetur.
Stoltust var ég nú samt að því að hafa ákveðið að fjárfesta í þessum töflum sem eru svona góðar fyrir húð hár og neglur því ég á það til að vera með mjög þurra og ómögulega húð þegar kalt er í veðri og neglurnar á mér springa alltaf og verða alltaf mjög svo nagaðar og ljótar. Svo ég minnist nú ekki á hárið á mér sem hangir þarna líflaust og illahirt.
En af hverju er maður ekki varaður við því að ÖLL LÍKAMSHÁRINN taki vaxtarkipp um leið og neglurnar spretta líkt og í Reykjavíkur maraponinu?
Fæturnir á mér virðast vera skógi vaxnir á hverjum morgni og augabrúnirnar næstum því samvaxnar á innan við viku.... svo ég minnist nú ekki um önnur líkamshár!!
Þannig að ég er kominn í sjálfskapað víti, ef ég hætti á þessum töflum þá missi ég þessar líka flottu neglu löngu neglur og hárið mitt verður líflaust, en ef ég held áfram þá þarf ég að fara í plokkun með viku millibili, og vax allavega 3ja hvern dag til þess að líta ekki út eins og varúlfur á götum úti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)